Golfskóli Hellishóla 2020

23. til 24. maí

Gisting í 2 nætur, fullt fæði, golfkennsla og kvöldvaka á aðeins 44.500 kr.

Hellishólar í Fljótshlíð er einungis um 110 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Staðurinn býður uppá flottan 9 holu golfvöll, æfingasvæði þar sem slegið er af grasi og glæsilega stuttaspils aðstöðu. Ekki má gleyma náttúrufegurðinni sem er einstök. Sigurpáll Sveinsson, PGA golfkennari og þrefaldur íslandsmeistari mun kenna og sjá um skipulag golfskólans. Sigurpáll hefur mikla reynslu af golfkennslu hér heima sem erlendis og hefur náð góðum árangri með sína nemendur. Sigurpáll hefur starfað við golfkennslu síðan 1995.

Dagskrá.

Dagur. 22. maí. (föstudagur)

09.00 Morgunmatur

10.00 Æfingasvæði. Grunnatriði golfsveiflunnar yfirfarin og æfð. Nemendur fá æfingar sem hjálpa til við lagfæringar.

11.15. Pútt. Grunnatriði pútta kynnt og æfð í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.

12.30 Matur

13.30 Texas scramble 9 holur.

16:00 Síðdegiskaffi og meðlæti.

19.30 Kvöldmatur og kvöldvaka.

Dagur 2. 23. maí (laugardagur)

09.00 Morgunmatur

10.00 Æfingasvæði. Áhersla á driver og brautartré.

11.15 Grunnatriði vippa æfð með áherslu á contact, lengd og stefnu.

12.30 Matur

13.30 Golfmót golfskólans. Fyrirkomulag kynnst síðar.

17:00 Verðlaunaafhending, síðdegiskaffi og meðlæti.

Skráning hjá hellisholar@hellisholar.is

Nánari upplýsingar hjá Víði í síma 4878360 eða 6607600