SAGAN AF HELLISHÓLUM

Paradís á Íslandi

Hellishólar voru byggðir árið 1952 og hefðbundinn búskapur var stundaður á jörðinni til ársins 2000. Árið 2000 ákvað bóndinn sem átti búið og starfað hafði á bænum frá árinu 1990 að hætta við hefðbundinn búskap og reka ferðaþjónustu. Ákveðið var að gera jörðina að ferðamannastað með fjölbreyttri aðstöðu og þjónustu og allur búfjár- og framleiðsluréttur jarðarinnar var seldur. Á fyrri hluta árs 2001 var hafist handa við byggingu ferðaþjónustumannvirkja.

Í lok árs 2004 keypti Víðir Jóhannsson býlið.

Frá árinu 2004 hefur Víðir gert mikla uppbyggingu á Hellishólum sem í dag er einn stærsti ferðamannastaður á Íslandi.

Hellishólar býður upp á:

  • 36 herbergja hótel
  • 24 sumarhús
  • Veitingastað
  • Tjaldsvæði
  • Leikvöll fyrir börn
  • 9 holu golfvöll
  • Veiðivatn
  • Laxveiðiá
  • Gönguleiðir

Meginmarkmið starfsfólksins er að öllum líði vel á meðan á dvölinni stendur og hafa því alltaf augun opin fyrir því hvernig hægt er að gera staðinn að einni bestu paradís á Íslandi.